top of page

Vinsælir hönnuðir

Margir vinsælir hönnuðir voru uppi á árunum 1900 - 1980 þar sem tískusveiflunar í dag fela mikið í sér þennan skandanavíska antík stíl sem sem var mjög vinsæll á þessum árum.

Arne Jacobsen

Arne jacobsen var fæddur árið 1902 og menntaðist sem arkitekt á sínum yngri árum og teiknaði Sas Royal hótelið í kaupmannahöfn. Hann hannaði ekki bara bygginguna heeldur sá hann einnig um allar innréttingar og innanstokksmuni , allt frá sófum og stólum og niður í glæsileg hnífapör. Arne byggði hönnun sína á þörf , þegar hann vantaði t.d. litla og ódýra stóla í minni eldhús hannaði hann "sjöan" stóll sem er til á mörgum heimilum í dag og margir kannast við . Frægasta verk Arne er "eggið" 

Sigurjón pálsson 

Sigurjón pálson er fæddur 1950 og er menntaður húsgagnaarkitekt frá Danmarks Designskole. Hann er þekktastur fyrir hönnun sína á vaðfuglum betur þekktur sem "shorebirds" . og er framleiddur af hinu þekkta danska fyrirtæki Normann Copenhagen. Einnig er Sigurjón rithöfundur og hefur gefið út tvær sakamálasögur og þess má nefna að hann vann hin virtu verðlaun blóðdropan fyrir bestu sakamálasöguna  2012.

bottom of page